Sjálfvirk kostnaðarstýring er meira en þægindi – það sparar bæði tíma og peninga. Með stýringu fyrirtækjakorta í Kardio færðu rauntímayfirsýn yfir útgjöld og einfaldar allt ferlið.
Kostnaður við úrelda ferla
Handvirk vinnsla kostnaðarskýrslna tekur tíma og er opin fyrir villum og svikum. Ein útgjaldaskýrsla getur kostað 4.000 kr. að gera (í manntíma), sem þýðir að lítið fyrirtæki með 10 starfsmenn gæti verið að tapa yfir 700.000 kr. á ári. Stærri fyrirtæki sjá þessa tölu hækka í milljónir eða tugi milljóna króna.
Léleg skil á kvittunum í bókhald getur einnig kostað fyrirtæki háar upphæðir í endurgreiðslu virðisaukaskatts.
Sjálfvirkt bókhald með Kardio
Kardio sjálfvirknivæðir kostnaðarferlið frá upphafi til enda:
Kvittanir og bókhaldslyklar eru skráð samstundis og í mörgum tilfellum með sjálfvirkum hætti.
Stjórnendur fá skýra rauntímayfirsýn.
Öll bókhaldsgögn fara reglulega sjálfkrafa inn í bókhaldskerfið
Starfsfólk fær sjálfvirkar áminningar um skil á kvittunum.
Þetta dregur úr villum, minnkar hættuna á svikum og sparar bæði tíma og fé.
Fyrirtæki á öllum stærðarstigum, allt frá einyrkjum til stórra fyrirtækja, nýta sér Kardio til að einfalda reksturinn og halda yfirsýn yfir fjármál sín.