Expectus, leiðandi ráðgjafafyrirtæki í viðskiptagreind, sem hefur aðstoðað íslensk fyrirtæki við stefnumótun og rekstrarumbætur frá árinu 2009, leit á útgjaldastýringu sem tækifæri til umbóta innan eigin rekstrar. Fyrirtækið vill nýta tækni til að spara tíma og bæta ferla — bæði fyrir sína viðskiptavini og innanhúss.

„Kardio rímar svo vel inn í það sem við viljum gera fyrir okkar kúnna, það er að auka tímasparnað hjá þeim,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus.

Áður þurfti starfsfólkið að skila inn kvittunum handvirkt og fylgja eftir útgjöldum sem oft safnuðust upp yfir marga mánuði. „Að elta uppi þessar kvittanir sex mánuði aftur í tímann,“ rifjar Reynir upp. „Nú er þetta allt annað.“

Ný nálgun á útgjöld

Eftir að Expectus innleiddi Kardio breyttust ferlarnir algjörlega. Starfsmenn sem þurfa að greiða fyrir þjónustu eða áskriftir fá nú stafrænt VISA kort í gegnum Kardio.

„Þeir sem þurfa að versla eitthvað fá Kardio kort,“ útskýrir Reynir.

„Mér fannst svo frábært að geta stofnað eins mörg kort og ég vildi, og geta haldið betur upp á áskriftirnar.“

Þetta hefur gert bókhaldið einfaldara og gagnsærra.

„Þetta flýtur svo allt beint inn í BC hjá okkur, í innkaupalínur, og þetta er bara staðfest og bókað þar inn,“ segir hann.

„Það sparar okkur bæði handavinnu og villur.“

Mælanlegur ávinningur

„Við það að innleiða Kardio höfum við sparað okkur nokkra daga af vinnu,“ segir Reynir.
Ferlið sem áður tók tíma og krafðist eftirfylgni er nú sjálfvirkt, skýrt og sveigjanlegt.

Kardio hefur hjálpað Expectus að hámarka skilvirkni og draga úr tíma sem fer í rekstrarlegan umstang, í anda þess sem fyrirtækið boðar sjálft til sinna viðskiptavina: að nýta tækni til að ná betri árangri.

Bókaðu ráðgjöf með Kardio

Ræðum saman hvernig Kardio getur nýst þínu fyrirtæki.

Tökum kaffibolla

Tökum kaffibolla

Tökum kaffibolla

Fleiri greinar

Endilega kíktu á fleiri greinar