Í áratugi hafa ferðatryggingar verið bundnar við greiðslukort. En oft þarf fyrirtækið trygginguna án kortsins – eða kortið án tryggingarinnar.
Nú kynnum við nýjung á íslenskan markað: ferðatryggingar sem fylgja starfsmanninum sjálfum, ekki kortinu.
Þetta er afrakstur samstarfs Kardio og VÍS.

Af hverju breyta fyrirkomulaginu?
Í mörgum fyrirtækjum fær sumt starfsfólk kort, aðrir fá það aðeins tímabundið – og sumir fá það aldrei, þó þeir ferðist fyrir fyrirtækið sem þýðir annað hvort ótryggt starfsfólk eða dýrari viðbótartryggingar.
Samblanda af sveigjanleika og öryggi
Kardio gerir stjórnendum kleift að stofna stafræn kort í ótakmörkuðu magni og eyða þeim þegar þörf krefur. Þetta hentar vel þegar þarf aðeins kort í eitt verkefni eða eina ferð.
En þessi sveigjanleiki kallar á nýja hugsun: tryggingu sem nær yfir alla starfsmenn, hvort sem þeir hafa kort eða ekki.
Í samstarfi við VÍS höfum við þróað lausn þar sem ferðatryggingin fylgir fólki, ekki kortum.
Fyrirtæki geta nú:
Tryggt allt starfsfólk, óháð kortum
Haldið í sveigjanleika Kardio
Treyst á öryggi og reynslu VÍS
Tryggðu starfsfólk með einum smelli
Nú geta allir stjórnendur með stjórnendaaðang í Kardio ferðatryggt starfsfólk með einum smelli á www.kardio.is. Tryggingin gildir til eins árs í senn og hægt er að stilla sjálfvirka endurnýjun fyrir áframhaldandi tryggingu eftir að tímabilinu lýkur.
Athugið að tryggingin er eingöngu í boði fyrir starfsfólk með íslenska kennitölu.