Fyrirtækjarekstur snýst sífellt meira um að hafa þjónustur í áskrift í stað stórra fjárfestinga.
Í ljósi þess er mikilvægt að spara sér vesenið sem fylgir öllum þessum áskriftum og búa ekki til handvinnu víðs vegar um fyrirtækið.
Kardio áskriftarkort er frábær lausn til að halda utan um greiðslurnar á einfaldan og öruggan hátt.
Stofnaðu nýtt kort fyrir hverja áskrift
Kardio býður upp á stafræn kort í ótakmörkuðu upplagi sem hentar sérstaklega vel þegar um reglulegar áskriftir er að ræða. Þú einfaldlega stofnar nýtt kort fyrir hverja áskrift en að brjóta útgjöldin niður á kort fylgja ótal kostir sem við skulum aðeins velta fyrir okkur.

Með Kardio er auðvelt að stofna stafrænt áskriftarkort fyrir hverja áskrift og stilla þau til auka öryggi og einfalda bókhaldið. Ef breytingar verða í fyrirtækinu er auðvelt að færa kort á nýtt starfsfólk án þess að búa til vesen.
Kort í réttum höndum
Markaðsstjórinn með auglýsingaútgjöldin og tæknistjórinn með hýsingaráskriftina. Nú getur réttur aðili ávallt tekið ábyrgð á útgjöldum sem tilheyra hattinum sem viðkomandi hefur í fyrirtækinu.
En hvað með þegar breytingar verða á rekstrinum, starfsfólk hættir eða verkefni flytjast á milli manna? Þá getur það verið leiðinlegt að elta uppi áskriftir sem eru tengdar við eitt kort djúpt ofan í skúffu.
Með áskriftarkortum Kardio er þetta ekkert mál. Þú einfaldlega flytur kortið yfir á nýjan starfsmann í Kardio stjórnborðinu, án þess að þurfa að uppfæra allar greiðsluupplýsingar í þjónustunum sjálfum. Þetta sparar bæði tíma og fyrirhöfn.
Betri kostnaðareftirlit og minni áhætta
Mjög algengt er að eitt kort með háa heimild sjái um allar áskriftir og margir orðnir vanir vandamálunum sem því fylgir, eins og tildæmis að missa stjórn á áskriftarútgjöldunum.
Með því að stofna stafrænt kort fyrir hverja áskrift og takmarka heimildir hvers korts við vænta notkun minnka líkurnar á því að eitthvað fari úrskeiðis, til dæmis ef þjónusta hækkar gjald óvænt eða kort er misnotað. Þú getur þannig stillt kortin þannig að hvert þeirra henti nákvæmlega þeirri áskrift sem það greiðir fyrir.
Einfaldaðu bókhaldið með forstilltum kortum
Kardio gerir þér kleift að forstilla kortin þannig að bókhaldið verði sjálfvirkt.
Þegar þú stofnar kort geturðu:
Forlyklað það svo allar færslur fái sjálfkrafa réttan bókhaldslykil.
Tengt kort við deild, þannig að öll útgjöld skráist sjálfkrafa á þá deild.
Bætt við aukavíddum, t.d. ef áskrift er greidd fyrir hönd viðskiptavinar, þá tryggir þú að kostnaðurinn fari beint í réttan reikning.
Sendu kvittunina sjálfvirkt í bókhaldið. Lestu hérna hvernig þú getur stillt pósthólfið þitt þannig að kvittanir fyrir áskriftir fara sjálfkrafa í bókhaldið.
Þannig verður bókhaldið skipulagt frá upphafi, og þú sparar óþarfa handavinnu seinna.
Meiri stjórn á rekstrinum
Með því að nota stafrænu kortin í Kardio á þennan hátt færðu meiri stjórn, betra yfirlit og minni áhættu. Þú getur haft mörg kort í gangi án aukakostnaðar, stýrt þeim nákvæmlega eins og hentar og látið bókhaldið vinna fyrir þig, ekki öfugt.