Kvittanir í tölvupósti eru orðnar ríkur þáttur í rekstri fyrirtækja, sérstaklega fyrir stafrænar áskriftir og netkaup. Eitt af því sem hægir hvað mest á kvittanaskilum er handvirka vinnan við að skila þessum kvittunum í bókhaldið. En vissir þú að þú getur gert þetta alveg sjálfvirkt?

Sjálfvirk áframsending kvittana til Kardio

Með einfaldri uppsetningu á síu (e. filter) í tölvupósthólfinu þínu geturðu látið póstinn þinn áframsenda allar kvittanir sjálfkrafa á kvittanir@kardio.is. Þetta sparar þér tíma, tryggir að engin kvittun gleymist og lágmarkar handavinnu.

Hvernig á að setja upp síu fyrir kvittanir

Hér færðu einfalda leiðbeiningu til að setja upp síu í Gmail sem áframsendir sjálfkrafa kvittanir á kvittanir@kardio.is:

Skref 1: Skilgreindu hvaða póstar eiga að fara til Kardio

[Hér kemur skjáskot 1 sem sýnir Gmail síu uppsetningu]

Á skjámyndinni hér að ofan sérðu hvernig þú getur:

Skref 2: Stilltu áframsendinguna á kvittanir@kardio.is

[Hér kemur skjáskot 2 sem sýnir uppsetningu á áframsendingu]

Á þessari skjámynd sérðu:

  • Hvernig þú velur "Forward it to" valmöguleikann

  • Hvernig þú slærð inn kvittanir@kardio.is í viðeigandi reit

Algengar spurningar um sjálfvirkar áframsendingar

Geta allar tegundir tölvupósta nýtt síur? Já, flestir algengir þjónustuaðilar eins og Gmail, Outlook og fleiri bjóða upp á þennan möguleika.

Þarf tölvupóstur að innihalda kvittun sem skjal? Kardio tekur bæði á móti tölvupóstum þar sem kvittun er viðhengi í tölvupóstinum en einnig þegar kvittunin er inni í tölvupóstinum sjálfum.

Get ég sent kvittun frá hvaða tölvupóstfangi sem er? Aðeins skráð netföng í Kardio geta sent kvittanir á kvittanir@kardio.is. Kardio getur því tekið við tölvupóstum frá netfanginu sem þú notaðir til að stofna Kardio aðganginn þinn, en þú getur einni skráð ný netföng í Kardio og þá getur þú áframsent kvittanir frá þeim líka.

Einfaldaðu reksturinn

Með þessari einföldu uppsetningu geturðu sparað þér og þínu fyrirtæki dýrmætan tíma. Í stað þess að eyða mörgum mínútum á dag í að handleggja kvittanir geturðu látið tæknina vinna fyrir þig. Það eru alveg nógu margir boltar á lofti í rekstrinum og því mikilvægt að fækka þeim eins og hægt er. Sjálfvirk skil á kvittunum liggur vel við höggi.

Hafðu samband við okkur ef þú lendir í vandræðum með uppsetninguna – við erum alltaf til þjónustu reiðubúin.


Bókaðu ráðgjöf með Kardio

Ræðum saman hvernig Kardio getur nýst þínu fyrirtæki.

Tökum kaffibolla

Tökum kaffibolla

Tökum kaffibolla

Fleiri greinar

Endilega kíktu á fleiri greinar