Það tekur ekki langan tíma að koma fyrirtækinu þínu af stað í Kardio. Hér eru helstu skrefin:
1. Áreiðanleikakönnun hjá Kviku banka
Prókúruhafi félagsins byrjar á því að fylla út áreiðanleikakönnun hjá Kviku banka. Þetta er nauðsynlegt skref þar sem án samþykktrar könnunar er ekki hægt að stofna stafræn VISA kort fyrir félagið.
Smelltu á hlekkinn hér og kláraðu umsóknarformið fyrir kortaútgáfu í gegnum Kviku.
2. Stofnun aðgangs í Kardio
Þegar Kvika hefur samþykkt áreiðanleikakönnunina, fær prókúruhafi boð í tölvupósti um að taka stjórn á aðganginum.
3. Stilling heimilda
Í áreiðanleikakönnuninni óskar félagið óskar eftir heimildum frá Kviku. Kvika býður upp á mismunandi leiðir fyrir fyrirtæki sem fer eftir eðli rekstrarins og sögu félagsins. Stjórnandi ákveður hvaða leið hentar félaginu best.
4. Kynningarfundur
Að lokum bjóðum við öllum nýjum fyrirtækjum upp á frían kynningarfund. Þar förum við yfir helstu stillingar og aðstoðum við að sérsníða aðganginn svo hann henti rekstrinum sem best.
5. Fara af stað með einfaldari rekstur 🚀
Þegar þessu er lokið er ekkert annað í stöðunni en að njóta þess að reka fyrirtækið með einfaldari hætti. Með Kardio færðu tækin sem gera fjármálin léttari í vöfum, svo þú getir einbeitt þér að því sem skiptir mestu máli: að byggja upp fyrirtækið.




