Flestir kannast við að fá reglulega kvittanir í tölvupósti fyrir flugmiða, netáskriftir eða matarinnkaup. Það getur verið tímafrekt að finna kvittun, hlaða niður og koma til skila í bókhaldið.

Fyrirtæki sem nota Kardio gera þetta mun einfaldara: þú getur einfaldlega áframsent kvittanir í tölvupósti á kvittanir@kardio.is og haldið síðan áfram með daginn.

Hvernig virkar þetta?

  1. Þegar þú færð kvittun í tölvupósti, smelltu einfaldlega á „Forward“.

  2. Sláðu inn netfangið kvittanir@kardio.is.

  3. Kardio sér sjálfkrafa um að para kvittunina við rétta færslu í kerfinu sem fylgir færslunni alla leið í bókhaldið.

Þannig sparar þú þér bæði tíma og fyrirhöfn, engin skráning, engin handavinna.


Tímasparnaður í raun

Hugsum okkur fyrirtæki með 30 starfsmenn sem fá samtals um 130 kvittanir á mánuði (áskriftir, bílastæði, flugmiðar o.fl.).

Ef hver kvittun tekur 5 mínútur að finna síðar, hlaða niður og skila á hefðbundinn hátt, þá tapast yfir 10 klukkustundir á mánuði dreift yfir félagið. Og þá má ekki gleyma því sem við myndum kalla samhengisskipti (á ensku: context switching) sem dregur þróttinn úr öðrum mikilvægari verkefnum.
Með því að áframsenda kvittunina strax á kvittanir@kardio.is sparast þessi tími – sem jafngildir meira en 120 klukkustundum á ári.

Mikilvægt að Kardio þekki netfangið þitt

Til að þetta virki þarf Kardio að þekkja netfangið sem áframsendir kvittunina.

  • Öll netföng sem þegar eru skráð í Kardio geta sent kvittanir.

  • Ef þú vilt bæta við auka netfangi er það einfalt: farðu inn á vefviðmót Kardio, opnaðu stillingarsíðuna og skráðu netfangið þar.

Algengt er nota fleiri en eitt netfang sem kvittanir berast á, t.d. tvö eða fleiri vinnunetföng og síðan persónuleg netföng. Því er mikilvægt að geta sent úr öllum þeim netföngum sem þú notar.

Næst þegar þú færð kvittun í tölvupósti, prófaðu að áframsenda hana á kvittanir@kardio.is. Það tekur aðeins örfáar sekúndur.

Bókaðu ráðgjöf með Kardio

Ræðum saman hvernig Kardio getur nýst þínu fyrirtæki.

Tökum kaffibolla

Tökum kaffibolla

Tökum kaffibolla

Fleiri greinar

Endilega kíktu á fleiri greinar