Það er ekki lengur þörf á að safna kvittunum í vasa eða plastumslög. Með Kardio getur starfsfólk skilað inn kvittunum á þann hátt sem hentar best hverju sinni. Hér eru fjórar einfaldar leiðir:
1. Taka mynd með Kardio appinu
Þægilegasta leiðin fyrir flesta er að taka mynd af kvittuninni beint í Kardio appinu. Myndin fer sjálfkrafa inn í kerfið og parast við rétta færslu.

2. Hlaða upp skjali í appinu
Ef þú ert þegar búinn að taka mynd af kvittun með símamyndavélinni eða átt kvittunarskjal vistað í símanum geturðu hlaðið því upp í appinu. Þannig skilarðu kvittuninni með örfáum snertingum.

3. Hlaða upp í vefviðmóti Kardio
Fyrir þá sem vinna aðallega við tölvu getur verið þægilegt að hlaða upp kvittunum í gegnum vefviðmótið með því að skrá sig inn á www.kardio.is. Það hentar sérstaklega vel þegar kvittanir berast í formi PDF eða þegar unnið er með margar kvittanir í einu.

4. Senda kvittun með tölvupósti
Kvittanir má einnig áframsenda á kvittanir@kardio.is. Kardio sér um að para kvittunina við rétta færslu á bakvið tjöldin, hvort sem kvittunin er í viðhengi eða texta meginmálsins. Þetta er sérstaklega hentugt þegar kvittanir berast sjálfkrafa í tölvupósti frá þjónustuaðilum eins og hótelum, flugfélögum eða leigubílum.
Lestu meira um hvernig þetta virkar hér:
Áframsendu kvittunina á Kardio og haltu áfram með daginn þinn.

Áminningar halda ferlinu gangandi
Kardio sér til þess að kvittanir skili sér. Starfsfólk fær reglulega áminningar í tölvupósti og push-notifications í símanum þar til kvittunin hefur verið tengd við færsluna. Þetta tryggir að bókhaldið sé alltaf í lagi og að engar kvittanir gleymist.

En hvað með týndar kvittanir?
Það gerist alltaf gerst að kvittun týnist – eða jafnvel að hún berist aldrei, til dæmis fyrir bílastæði. Í slíkum tilvikum mælum við með að starfsmaður skrifi skýringu við færsluna. Stjórnandi getur síðan merkt við að kvittun muni ekki skila sér og þá stöðvast allar áminningar fyrir þá færslu.
Með þessum fjórum leiðum og sjálfvirkum áminningum er kvittanavandinn úr sögunni. Kardio gerir ferlið einfalt, sveigjanlegt og skilvirkt – bæði fyrir starfsfólk og fjármáladeildina.